Bóksala kennslubóka

Flest námskeið við Háskóla Íslands styðjast við kennslubækur og þær er hægt að nálgast á ýmsan hátt.

Í Bóksölu stúdenta fást flestar kennslubækur sem kenndar eru við Háskóla Íslands sem og önnur námsgögn. Bóksalan hefur einnig verið með skiptibókamarkað á bæði haust- og vormisseri.

Úlfljótur rekur bóksölu fyrir laganema í kjallara Lögbergs.

Skiptibókamarkaður er í smáauglýsingum á Uglu þar sem nemendur geta óskað eftir notuðum bókum og auglýst til sölu. Nemendur eru einnig duglegir að nota facebook síður nemendafélaga til að auglýsa notaðar bækur og óska eftir þeim. Lista yfir nemendafélög er að finna á heimasíðu Stúdentaráðs.

Bókalistar

Á vef Bóksölu stúdenta birtast bókalistar fyrir flest námskeið Háskóla Íslands. Einnig getur þú fundið bókalista á vef námskeiða í Canvas eða í kennsluskrá. Sé engin bók skráð á bókalista gefur kennari upplýsingar um bækur sem stuðst er við í kennslu í síðasta lagi í fyrsta kennslutíma.

Kennarar geta tekið frá bækur og uppflettirit sem tengjast námskeiðum á Námsbókasafni Þjóðarbókhlöðunnar sem nemendur geta þá notað á staðnum eða tekið út í takmarkaðan tíma.

Ef þú vilt að kennslubækur fyrir þín námskeið séu fáanlegar í Bóksölu Stúdenta er það á þína ábyrgð að hún sé keypt inn og komi fram á bókalistum. Þú getur sent beiðni á innkaupastjóra Bóksölunnar til að fá innkeypta bók.

Mikilvægt er að bækur sem kenna á komi fram í kennsluskrá HÍ og á kennsluáætlun námskeiðsins sem birt er í kennsluvef Canvas. Ef bókin fæst ekki í Bóksölu Stúdenta er líka mikilvægt að miðla upplýsingum til nemenda um hvar er hægt að nálgast kennslubækur eins og við á.

Kennarar geta tekið frá bækur og uppflettirit sem tengjast námskeiðum á Námsbókasafni Þjóðarbókhlöðunnar sem nemendur geta þá notað á staðnum eða tekið út í takmarkaðan tíma. Bókasafnsþjónusta er jafnframt á fleiri stöðum á háskólasvæðinu.